news

Námsferð

04. 06. 2019

í síðustu viku fóru starfsmenn í námsferðir. Ríflega helmingur starfsmanna fór til Berlínar og hinir skelltu sér í skólaheimsóknir hér í Garðabænum enda margt frábært að gerast í leikskólunum í bæjarfélaginu.

í Berlín fór starfsfólk á námskeið í tengslum við núvitund og kennsluaðferðina Leikur að læra ásamt því að heimsækja þýskan leikskóla og fræðast um sögu Berlínarborgar.

Ferðin tókst í allan stað vel og voru starfsmenn sérstaklega ánægðir með námskeiðin sem munu nýtast okkur í starfi.

í Garðabæ voru leikskólarnir Sunnuhvoll, Hæðarból og Akrar heimsóttir og þar var farið yfir starf með yngstu börnunum, sögupoka og sérgreinakennslu ásamt fleiru. Starfsfólkið var gríðarlega ánægt með þessar heimsóknir og urðu margs vísari. Stundum þarf ekki að fara langt til að öðlast þekkingu og fá nýjar hugmyndir. Það er virkilega gaman að sjá hvað aðrir eru að gera og eykur samtal um kennsluaðferðir og skipulag.

Starfsfólk þakkar foreldrum stuðning við að fara í ferðin, bæði með því að kaupa af okkur kleinur og rúgbrauð og samþykkja flutning á skipulagsdegi.


© 2016 - 2020 Karellen