news

Listadagar barna og ungmenna í Garðabæ

18. 04. 2018

Á morgun sumardaginn fyrsta verða listadagar barna og ungmenna í Garðabæ settir í áttunda skiptið en hátíðin stendur frá 19.-29.apríl. Sköpunargleði er þema listadaga í ár.

Hér á Bæjarbóli eru börnin búin að vinna með sköpun jafnt og þétt yfir veturinn. Í þessari viku hefur verið sköpunarsmiðja í sal, þar sem börnin hafa notið sín í góðu plássi við fjölbreytt verkefni. Þau máluðu málverk, unnu með pappamassa og ýmist verðlaust efni. Sjá myndband hérna : bæjarbólloka.mp4


Fjögurra ára börnin á Bæjarbóli sóttu vinnustofur bókasafnsins og Hönnunarsafnsins en verkefnið bar heitið Uppfinningamaðurinn. Þar gerðu börnin sínar eigin bækur.


Við erum stolt af verkefnum barnanna og verður hægt að sjá verk eftir börnin á Bæjarbóli bæði á Bókasafni Garðabæjar sem og í Ásgarði. Í bóksafninu munu einnig börnin á Vinaholti syngja fyrir gesti kl.10:15 mánudaginn 23.apríl. Opið hús verður í leikskólanum föstudaginn 27. apríl á milli 15 og 16:30 og hægt að skoða listaverk og vinnu barnanna í vetur. Við bjóðum alla velkomna að heimsækja Bæjarból á opnu húsi.


Á heimasíðu Garðabæjar má sjá heildardagskrá listadaga.

http://www.gardabaer.is/mannlif/menning/listadagar-barna-og-ungmenna/listadagar-2018/


© 2016 - 2019 Karellen