Karellen
news

Leikvöllurinn skreyttur

07. 08. 2019

Leikskólar í Garðabæ loka ekki yfir sumartímann þrátt fyrir að börn og starfsmenn fari að sjálfsögðuí orlof. Yfir hásumarið er heldur rólegt í leikskólanum, fá börn og fáir starfsmenn. Starfsmenn sinna fjölbreyttum verkefnum yfir sumartímann, Í þeirra höndum er meðal annars hreingerning leikskólans, aðstoð vegna lagfæringa á húsnæði og umsjón barna. Á Bæjarbóli var í sumar ákveðið að gera tilraun með að lífga upp á útileiksvæði barnanna. Nokkrir listrænir starfsmenn sáu um að mála á stéttarnar ýmsar þrautir sem vonandi eykur fjölbreytni í útileikjum barnanna ásamt því að hvetja til hreyfileikja og málörvunar. Þar má finna klassískan parís, hoppþraut, jafnvægisþraut, tölustafi frá 1 - 100 og bókstafina. Einnig var málaður teigur við fótboltavöllinn og hreinsað burtu illgresi. Á döfinni er að búa til hjólabraut með umferðarskiltum og gangbraut sem gerir hjólaumferð barnanna á leikskólalóðinni þægilegri og öruggari.

Börnin á Bæjarbóli fylgdust með verkinu og aðstoðuðu listamennina með því að sópa stéttarnar, hreinsa arfa og moka burtu sandi. Þau eru alsæl með leikvöllinn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Ekki er hægt að segja annað en að starfsfólk leikskóla sinni margbreytilegum verkefnum og það veigrar sér ekki við að takast á við fjölbreyttar áskoranir í starfinu.

© 2016 - 2024 Karellen