Karellen
news

Leikur, myndlist og gleði

20. 03. 2020

Í ótrúlega sérstökum aðstæðum sem skapast hafa undanfarna daga reynum við eftir bestu getu að hafa starfið í sem föstustu skorðum fyrir börnin. Börnum og starfsfólki leikskólans er öllum skipt upp í tvo hópa, A og B og hefur þessi skipting gengið vel undanfarna daga. Það ríkir ótrúlega mikil jákvæðni, samvinna og dugnaður í starfsmannahópnum og foreldrar sýna aðstæðum mikinn skilning. Hér koma nokkur dæmi um verkefni barnanna þessa dagana, þau njóta sín vel í litlum hópum og þar af leiðandi í góðu rými. Danskennslunni hefur verið frestað en það stoppaði ekki yngstu börnin á Hraunholti í að stíga saman dans á sínu svæði. Salurinn er einnig lokaður og þá er bara hreyfingin færð inn á deild, á útisvæði eða í göngutúrum.

Skapandi vinna með endurunninn pappír og undirbúningur fyrir páska

Við gerum þetta saman og tökumst á við verkefnin dag frá degi.

© 2016 - 2024 Karellen