Karellen
news

Jólagleði á Bæjarbóli

21. 12. 2020

Undanfarnar vikur hefur jólaundirbúningur sett svip sitt á leikskólalífið. Ýmsar hefðir eru fastmótaðar í starfi leikskólans eins og að börnin útbúa jólagjöf fyrir foreldra sína og gera skraut á jólatréð. Ýmislegt annað hefur verið sýslað, mikið sungið, lesnar jólasögur og farið í vettvangsferðir að skoða jólaljósin í umhverfinu. Fimmtudaginn 17. desember var svo jólagleði leikskólans, jólaball, hátíðarmatur og gleði. Veðrið þennan dag minnti nú meira á vormánuð og allir gátu farið út að viðra sig yfir daginn enda orkustigið í barnahópnum oft ansi hátt þegar mikið stendur til.

Jólaballið var að þessu sinni tvískipt, rauðklæddir sveinar komu á gluggann og heimsóttu börnin inn. Þeir þurftu eins og aðrir um þessar mundir að halda ákveðinni fjarlægð og dönsuðu því ekki með börnunum í kringum tréð en heimsóknin var mjög vel heppnuð. Sveinkarnir færðu börnunum gjafir, eldri börnin fengu vasaljós en þau yngri liti og litabækur.

Starfsfólk leikskólans fékk einnig ánægjulega sendingu frá fulltrúum foreldrafélagsins, takk kærlega fyrir okkur.



© 2016 - 2024 Karellen