Karellen
news

Jólagleði

14. 12. 2018

Í gær var mikið húllumhæ í leikskólanum bæði jólaball og leikrit. Börnin voru sjálf búin að skapa jólaskraut til að skreyta jólatréð í salnum sem er skemmtileg hefð á Bæjarbóli.

Á jólaballið komu tveir eldhressir jólasveinar sem vöktu mikla lukku meðal barnanna og komu þeir færandi hendi. Öll börnin fengu bók að gjöf frá þeim félögum enda mikilvægt að allir hafi eitthvað að skoða og lesa yfir jólahátíðina.

Eftir hádegi var jólaleikrit í boði foreldrafélagsins þar sem leikhópurinn Vinir setti upp leikritið „Jólasaga Skröggs“. Sýningin var virkilega skemmtileg og hélt athygli barnanna allan tímann. Í leikritinu birtust jólaálfur, jólakötturinn og Grýla gamla sem getur verið ansi hræðileg á að líta. Börnin voru til mikillar fyrirmyndar bæði á jólaballinu og leikritinu og gaman að fylgjast með þeim prúðklæddum njóta dagsins.



© 2016 - 2024 Karellen