Jólaballið

22. 12. 2017

Börn og starfsfólk áttu mjög góðan dag þegar árleg jólagleði leikskólans var haldin. Ekkert barn missti af skemmtuninni vegna veikinda og allir voru glaðir þó sumir yrðu smá smeykir við skrítna karla í rauðum fötum með skegg. Jólasveinarnir voru með eindæmum hressir og skemmtilegir, þeir komu líka færandi hendi og öll börn fengu panda björn að gjöf.

Eftir hádegið var svo leikritið "strákurinn sem týndi jólunum" og var mikið ærsl og fjör í kringum það.© 2016 - 2019 Karellen