news

Íþróttadagur

22. 05. 2020

Þriðjudaginn 19 maí skelltum við upp íþróttadegi með frekar stuttum fyrirvara. Veðurspáin var hagstæð þann dag og ákveðið að nýta það til útiveru og leikja.

Settar voru upp stöðvar í garðinum, yngri deildar voru sér með verkefnin sín en Móholt og Nónholt voru saman.

Stöðvarnar voru meðal annars hjólabraut, fótbolti, húllahringir, kastleikur, þrautabraut, pokahopp og jafnvægi. Börnin voru mjög virk og dugleg og starfsmenn voru svo ánægðir að ákveðið var að gera aftur íþróttastöðvar í byrjun júní.


© 2016 - 2021 Karellen