Karellen
news

Pylsupartý og aðrar fréttir af sumrinu

29. 07. 2019

Þessa dagana eru fá börn í leikskólanum og einungis tvær deildar hafðar opnar. Leitast er við að hafa fjölbreytt verkefni og brjóta upp útiveruna í góða veðrinu með fjölbreyttum hætti.

Sett var upp pylsubúð út um gluggann á Hnoðraholti í góða veðrinu síðastliðinn fimmtudag. Börnin byrjuðu á því að búa til peninga og svo var verslað í gegnum gluggann. Þetta vakti mikla lukku meðal barnanna.

Börnin á Móholti og Nónholti fóru á bókasafnið í Garðabæ þar sem leiklesið var upp úr nýrri bók fyrir þau. Viðburðurinn var í boði skapandi sumarstarfa í Garðabæ.

Fyrir helgina var vinna með verðlaust efni, þar sem búinn var til lítill bíll úr pappakössum, málað og límt.


© 2016 - 2024 Karellen