Karellen
news

Gleðilegt nýtt ár

04. 01. 2019

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Vonandi eru allir búnir að hafa það gott yfir hátíðina og tilbúnir í rútínu daglegs lífs.

Markvisst hópastarf byrjar aftur í næstu viku og við minnum á að enginn skipulagsdagur er hjá okkur í þeirri viku, hann var færður fram í maímánuð.

Næsta vika verður því með hefðbundnu sniði, hreyfistundir hefjast á ný og börnin á Móholti og Nónholti mega gjarnan koma með íþróttafötin sína aftur í leikskólann. Við kvöddum þær Ölmu Diljá og Ingibjörgu fyrir jólin, þær fóru að ferðast út fyrir landsteinana og í næstu viku koma Sigga Ósk leiðbeinandi og Helen leikskólakennari til starfa.

Í morgun kvöddum við jólin með söng í salnum og börnin taka skrautið sitt af trénu með sér heim.

Við á Bæjarbóli hlökkum til að takast á við vorönnina með hækkandi sól, leik og gleði.

© 2016 - 2024 Karellen