news

Fyrsti söngsalur og grænn dagur

17. 09. 2021

Á Bæjarbóli er hefð fyrir því að börnin komi saman í salnum um það bil þrjá föstudaga í mánuði, syngi saman, syngi fyrir hvort annað, heiðri afmælisbörn vikunnar og eigi góða stund saman. Vegna Covid aðstæðna var fyrsti söngsalurinn þetta skólaárið í tveimur hólfum, Hraunholt og Hnoðraholt voru fyrst saman í söngsal og svo komu hinar tvær deildarnar á eftir.

Ragnhildur Veigarsdóttir starfsmaður ætlar að sjá um söngsal fyrir okkur í vetur þar sem hún Þóranna er í fæðingarorlofi. Hún er menntaður tónlistarmaður og spilar á hljómborð sem glæðir sönginn enn meira lífi.

Að venju var sungið fyrir afmælisbörn og margir voru grænklæddir þar sem haldið var upp á græna daginn.

© 2016 - 2021 Karellen