news

Fyrsti söngsalur á haustönn

20. 09. 2019

Í dag var fyrsti söngsalurinn á þessari haustönn. Allar deildir voru búnar að undirbúa lag til að flytja fyrir aðra. Margir voru í fyrsta sinn í söngsalnum og gaman að sjá hvað börnin tóku mikinn þátt og voru spennt að fara aftur að syngja saman í salnum. Þóranna sá að vanda um stundina, valdi lög til að syngja sameiginlega og spilaði undir á gítarinn. Söngsalur er alltaf eins uppbyggður, fyrst er sungið góðan daginn, svo koma sameiginleg lög og atriði frá deildum, sungið er fyrir afmælisbörn í lokin og endað á takk fyrir söngstundina og kveðjulag.

Á Móholti, Nónholti og Hnoðraholti var jafnframt valinn kynnir dagsins sem kynnir þá atriði deildarinnar. Söngsalur er góð æfing í að koma fram fyrir hópinn og eflir þor ásamt því að styrkja sjálfstraustið.

© 2016 - 2020 Karellen