Fyrsta aðventustundin

01. 12. 2018

í söngsal í dag var kveikt á fyrsta kerti, spádómskertinu, á aðventukransinum okkar. Alda sá um að spila á gítarinn, hver deild kom upp og söng fyrir hina og nokkur jólalög sungin. Einnig var leikfangadagur og mikið fjör í leikskólanum.

Börnin voru búin að æfa fyrsta erindið um ljósin á aðventukransinum en vísan er svona í heild sinni :

Aðventukertin
Við kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans,
því drottinn sjálfur soninn þá
mun senda´í líking manns.

Við kveikjum þremur kertum á,
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólun kysi sér.

Við kveikjum fjórum kertum á.
Blátt kemur gesturinn,
og allar þjóðir þurfa að sjá,
að það er frelsarinn.


© 2016 - 2019 Karellen