news

Fréttabréf í nóvember

04. 11. 2019

Vetrarstarfið er nú í fullum gangi, hópastarf, vettvangsferðir, hreyfistundir, söngur og málörvun ásamt frjálsum leik. Alltaf nóg að gera. Öll börn eru búin að vinna með haustið og breytingarnar á náttúrunni og gera haustmynd með föllnum laufblöðum. Vel hefur einnig gengið að fara í vettvangsferðir á þessu milda hausti.

Foreldrasamtölin gengu vel og vonandi sem flestir búnir að ná að að mæta í samtal með deildarstjóra. Við minnum á að ávallt er hægt að biðja um foreldrasamtöl ef þurfa þykir. Enn bætast við börn í leikskólann, ein stúlka byrjar á Móholti í næstu viku og svo koma fleiri börn inn um áramótin. Líf og fjör. Einn starfsmaður hefur verið í veikindaleyfi í október en Lísa María komið inn sem afleysing í staðinn.

Menntadagurinn á föstudaginn var frábær og starfsfólk sótti fjölbreyttar og fræðandi málstofur í Hofsstaðaskóla. Það er mikil gróska í skólastarfi í bænum okkar.

Ef þið foreldrar eigið eitthvað heimavið sem þið haldið að gæti nýst okkur í skapandi verkefni þá erum við alltaf til í slíkt. Við viljum nýta verðlaust efni í sköpun eins og við getum. Eftirfarandi er á döfinni í nóvember og um að gera að setja mikilvæga viðburði í dagatalið svo enginn gleymi neinu en sérstaklega er bent á fræðslufund fyrir foreldra í boði foreldrafélagsins miðvikudaginn 6. nóvember.

Föstudagur 1. nóv. Flæði og þeir sem vilja mega koma í búningum í leikskólann.

Miðvikud.6. nóv. Fræðsla í boði foreldrafélagsins kl. 8:15 – 9:15.

Rafn Emilsson sálfræðingur fjallar um jákvæða uppeldishætti. Ný stjórn foreldrafélagsins verður kynnt.

Fimmtud. 7. nóv. Krummalingar, sýning fyrir Móholt og Nónholt ásamt börnum fæddum 2016 á Hnoðraholti.

Föstudagur 8. nóv. Baráttudagur gegn einelti – Vinastundir og vinna

með Blæ bangsa á öllum deildum. Söngsalur með vinaþema.

Föstud.15.nóv. Fögnum degi íslenskrar tungu - afmæli leikskólans og

Leikskólinn er 43 ára. Syngjum saman í salnum og gerum okkur glaðan dag.

Miðvikud. 20. nóv. Dagur mannréttinda barna.

Föstud. 22.nóv. Söngsalur.

Miðvikud.27. nóv. Piparkökubakstur á deildum.

Föstud. 29. nóv. Leikfangadagur og fyrsta aðventustundin í salnum.

Foreldrar eru hvattir til að lesa fyrir börn sín alla daga, það er gríðarlega góð málörvun og mikilvægt fyrir börnin að fá þá örvun heimavið í samstarfi við leikskólann. Ávallt má koma með bók í leikskólann en mikilvægt er að merkja með nafni barnsins.

© 2016 - 2020 Karellen