Karellen
news

Fréttabréf í mars

02. 03. 2018

Mikið vonum við að vorið fari að sýna sig í marsmánuði eftir erfiðan vetur. Við þökkum foreldrum fyrir góða mætingu í opinni viku, gaman að sjá svona marga staldra við í leikskólanum. Á næstu dögum verða send út sumarleyfiseyðublöð og foreldrar hvattir til að skila þeim inn eins fljótt og auðið er eða í síðasta lagi um 20. mars. Við þurfum að skipuleggja öll frí starfsmanna og ráðningu sumarstarfsfólk í samræmi við frí barnanna. Einnig þurfum við að vita hvenær elstu börnin hætta og af öðrum breytingum fyrir næsta skólaár.

Í byrjun mars verður boðið upp á myndatöku hér í leikskólanum og foreldrum gefst kostur á að kaupa bæði hópmynd og einstaklingsmynd.

Föstudagur 2. marsFlæði/children can visit other classrooms in the school.

Þriðjud. 6. mars Fyrri hópur af Nónholti fer í Hvalasafnið, seinni hópurinn fer 13.mars.

Miðvikud. 7. marsMyndataka í leikskólanum. Ljósmyndari er Pálmi Ásbjarnarson frá Litmynd sjá www.litmynd.is . / photographer comes to Bæjarból and takes photos parents can buy.

Miðvikud. 7. mars Skólaþing Garðabæjar verður haldið miðvikudaginn 7. mars nk. kl. 17:30 í sal Flatakóla. Málefni skólasamfélagsins til umfjöllunar, grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla. / Meeting about schools in Gardabær and policy making, held in Flataskóli at 17:30.

Föstud. 9. marsSöngsalur/ singing together

Föstud. 16. mars Söngsalur/ singing together

Föstud. 23. marsLeikrit í boði foreldrafélagsins. Maximús tónlistarmús kemur í heimsókn / Musical theater for the children

Gulur dagur í tilefni af páskum /yellow day og leikfangadagur/toyday.

Fimmtudagur 29. mars – mánudagur 2. apríl er páskafrí og leikskólinn lokaður/ easter brake and school closed

© 2016 - 2024 Karellen