Karellen
news

Fréttabréf í janúar

02. 01. 2018

Gleðilegt nýtt ár. Nú fer markvisst hópastarf í gang aftur eftir jólafrí og á vorönn bætist við danskennsla í boði foreldrafélagsins. Danskennari er Dagný Björk og verður dansinn á miðvikudögum frá 3.janúar í sex vikur. Dagný Björk hefur mikla reynslu af danskennslu í leikskólum og unnið við það í fjöldamörg ár.

Ýmsar breytingar hafa orðið í starfsmannahópnum. Íris Stella hefur tekið við stöðu sérkennslustjóra af Hrönn Jónasdóttur sem hætti nú um áramótin. Íris er með BA gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri. Ragnheiður Dísa, uppeldis- og menntunarfræðingur tekur við starfi deildarstjóra á Vinaholti og Þuríður leiðbeinandi á Bæjarbóli til margra ára tekur við stöðu deildarstjóra á Móholti. Einnig fáum við til liðs við okkur tvo nýja leiðbeinendur þær Birnu Kareni og Sigrúnu Júlíu. Davíð er einnig nýr starfsmaður í afleysingum.

Það helsta sem er á döfinni í janúar má sjá hér að neðan en hálfur skipulagsdagur verður miðvikudaginn 10. janúar og þá lokað eftir hádegi.

Miðvikud. 3. jan. Fyrsti danstíminn/dance lesson, kennt verður í fjórum hópum og yngri börnin eru í fyrstu hópunum kl.9:30.

Föstudagur 5. Jan. Söngsalur/singing toghether og jólin kvödd.

Miðvikud. 10.jan Annar danstíminn/dance lesson fyrir hádegi. Skipulagsdagur eftir hádegi og leikskólinn lokar kl.12:00 /Planning day, closed after 12:00. Allir fá léttan hádegisverð.

Föstud. 12.jan. Söngsalur/ singing together, börnin koma saman á sal og við syngjum saman. Sérstaklega er sungið fyrir afmælisbörn vikunnar.

Miðvikud. 17. Jan. Þriðji danstíminn /dance lesson.

Föstud. 19. jan. Bóndadagur og þorrablót. Smakk af hefðbundnum þorramat í hádegi / icelandic tradition Þorrablót.

Miðvikud. 24.jan. Fjórði danstíminn/dance lesson

Föstud. 26. jan. Leikfangadagur/toy day, börnin geta komið með leikfang að heiman.

Miðvikud. 31. Jan. Fimmti danstíminn/dance lesson.

Við minnum alla á að virða þann vistunartíma sem keyptur er. Það virðist kannski ekki mikið að koma 5-10 mínútum of seint að sækja en við erum jafnvel með 10 börn sem eru sótt of seint og starfsmaður þá farinn sem er búinn að skila sínum vinnutíma. Við hvetjum ykkur til að sýna skilning á þessu í lok dags.


© 2016 - 2024 Karellen