news

Fréttabréf í janúar

06. 01. 2020

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Nú fer markvisst hópastarf fljótlega í gang aftur eftir jólafrí og á vorönn bætist við danskennsla í boði foreldrafélagsins. Danskennari er Dagný Björk og hefst kennslan um miðjan febrúar.

Nú í janúar byrja einnig fjögur ný börn í leikskólanum, leikskólinn verður fullsetinn og bætist því í starfsmannahópinn. Kolfinna er nýr starfsmaður á Hnoðraholti, hún kemur frá Sauðárkróki og hefur reynslu af starfi í leikskóla þar. Einnig hafa nokkrir starfsmenn aukið við sig í starfshlutfalli.

Ávallt er hægt að biðja um samtal við deildarstjóra eða leikskólastjóra ef þurfa þykir en árviss foreldrasamtöl verða á öllum deildum í mars - apríl.

Athugasemd barst frá foreldri um að bílar væru í gangi á bílastæði á meðan farið væri með börnin inn. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að virða tilmæli um að slökkva á bílum fyrir utan leikskólann. Að lokum minnum við á að fara í gegnum óskilamuni sem hafa safnast upp á haustönn.

Það helsta sem er á döfinni í janúar má sjá hér að neðan.

Mánud. 6. jan. Þrettándinn, tökum jólin niður.

Föstudagur 10. jan.Flæði – börnin geta leikið sér um allan leikskólann á milli kl. 9:00 og 10:00.

Mánud. 13. jan.Markvisst hópastarf í fullan gang á ný.

Föstudagur 17.jan Söngsalur / singing together, börnin koma saman á sal og við syngjum saman. Sérstaklega er sungið fyrir afmælisbörn vikunnar.

Föstud. 24 jan.Bóndadagur og þorrablót. Smakk af hefðbundnum þorramat í hádegi / icelandic tradition Þorrablót. Við fáum meðal annars leikjakassa að láni frá Þjóðminjasafninu og börnin fá að kynnast leikföngum og leikjum fyrri tíma. Í kassanum er meðal annars að finna leggi, kjúkur, völur og horn fyrir búleiki.

Föstud. 31. Jan.Leikfangadagur/toy day, börnin geta komið með leikfang að heiman.

© 2016 - 2020 Karellen