Karellen
news

Fréttabréf í febrúar

06. 02. 2018

Febrúar er annasamur mánuður, dansnámskeiðið klárast um miðjan mánuð og sýning verður fyrir foreldra eldri barna. Einnig verður opin viku í tilefni dags leikskólans og hefðbundin öskudagsgleði.

Ef foreldrar eiga eitthvað verðlaust efni sem gæti nýst okkur í myndlist eða föndur þá megið þið endilega hafa okkur í huga.

Okkur langar að biðja foreldra um að ganga ekki inn á blautum skóm þegar komið er með börnin og þau sótt.

Föstud. 2. feb. Flæði – börnin geta leikið sér um allan leikskólann

Þriðjud. 6.-9. febDagur leikskólans er 6. febrúar en tilgangur hans er að beina sjónum að kraftmiklu og metnaðarfullu starfi leikskóla. Á Bæjarbóli verður opin vika þar sem foreldrum gefst kostur á að skrá sig í heimsóknir og taka þátt í leikskólastarfinu / Open week. Skráningarblöð hanga uppi á hverri deild fyrir sig.

Miðvikud. 7.feb. Danskennsla/ dance lesson.

Föstudagur. 9.feb. Söngsalur/singing together, börnin koma saman á sal og við syngjum saman. Sérstaklega er sungið fyrir afmælisbörn vikunnar.

Mánud. 12. feb.Bolludagur - allir fá bollur.

Þriðjud. 13. FebSprengidagur – saltkjöt og baunir.

Miðvikud. 14.feb. Öskudagur – búningar og gleði. Dagný danskennari heldur uppi stuðinu á balli um morguninn/ash Wednesday – costume day.

Föstud. 16. feb. Síðasti danstíminn, sýning fyrir foreldra eldri barna/last dance lesson.

Mánud. 19 .feb.Haldið upp á konudag.

Föstud. 23. febSöngsalur og leikfangadagur/toy day, börnin geta komið með leikfang að heiman.

© 2016 - 2024 Karellen