news

Fréttabréf í ágúst

07. 08. 2020

Í ágúst mánuði eru allir smám saman að koma til baka úr sumarleyfum, allt færist í eðlilega rútínu og aðlögun nýrra barna hefst. Undanfarið höfum við verið að kveðja þau sem eru að færa sig á næsta skólastig eða að flytja og munum við sakna þeirra.

Aðlögun nýrra barna hefst 17.ágúst en alls byrja 25 ný börn í leikskólanum þetta haustið. Minnt er á að þeir sem eiga rétt á afslætti af leikskólagjöldum þurfa að sækja sérstaklega um það t.d. námsmanna - eða systkinaafslætti. Í ágúst fer líka fram flutningur barna á milli deilda og ákveðin tilhlökkun sem fylgir þeim breytingum. Hjá sumum getur þetta verið erfitt til að byrja með en við styðjum hvert annað og gefum tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum.

Eitthvað er um starfsmannabreytingar eins og oft á haustin en þokkalega gengur að ráða inn nýtt starfsfólk og nokkuð margir sem ætla í nám vilja vera áfram í hlutastarfi í vetur.

Því miður virðast framkvæmdir bæði á húsnæði og lóð ganga hægar en vonast var eftir og þurfum við að sýna ákveðna þolinmæði hvað það varðar.

Mikilvægt er að halda áfram að fara öllu með gát vegna COVID og biðjum við foreldra Því um að halda áfram að koma inn um sér inngang fyrir hverja deild fyrir sig. Einnig að takmarka stopp innan leikskólans, gæta að nálægð við aðra og muna eftir handþvotti og sprittun. Markmiðið er að halda áfram að fara öllu með gát, passa upp á hreinlæti og hópastærðir innan leikskólans. Helstu tilmæli frá leikskólanum eru þau sömu og í vor:

  • Foreldrar komi aðeins inn í anddyri eða fataklefa og aðeins einn með hverju barni, þetta á líka við í lok dags. Tilgangurinn er að fækka þeim sem eru samtímis að koma inn í skólann.
  • Foreldrar gangi ekki í gegnum skólann til að koma með systkini á aðra deild.
  • Foreldrar þurfa að gæta að 2 metra reglunni.
  • Foreldrar eru hvattir til að spritta hendur um leið og þeir koma inn í skólann eða fataklefann.
  • Lögð verður áhersla á útiveru í lok dags þegar veður leyfir og börnin þá sótt í garðinn.
  • Ef börn eru með slappleika eiga þau að vera heima.

Á heimasíðu leiksólans er hægt að sjá skipulagsdaga vetrarins og fleira inn á viðburðardagatali og einnig eru reglulega settar inn fréttir úr starfinu sem gaman er að skoða. Allir eru hvattir til að virkja karellen appið í símunum en ef fólk er að lenda í vandræðum með það má endilega biðja annað hvort deildarstarfsmenn eða leikskólastjóra um aðstoð.

© 2016 - 2021 Karellen