news

Fréttabréf fyrir september

31. 08. 2020

Á þessu hausti verða 25 ný börn í leikskólanum þannig að nokkuð stór hópur er að aðlagast leikskólalífinu um þessar mundir. Aðlögunartímabilið er álagstími í leikskólanum fyrir ný börn, þau sem fyrir eru, starfsfólkið og foreldra. Í vetur verða samtals 79 börn í leikskólanum á fjórum deildum. Í september mánuði verður lögð áhersla á að skapa vellíðan og öryggi í barnahópnum. Veðrið hefur verið yndislegt og mikil útivera. Verið er að vinna að lagfæringum á útisvæði með tilliti til yngri barna og vonandi fara þær framkvæmdir að klárast. Einnig er verið að vinna að breytingum á eldhúsi leikskólans.

Nýr deildarstjóri, Mjöll Helgadóttir Thoroddsen hóf störf á Hnoðraholti um miðjan ágústmánuð. Birna Karen er einnig komin til starfa á Hnoðraholti og Kristín Hekla á Hraunholti. Bjóðum við þessa nýju starfsmenn velkomna til starfa. Fyrsti skipulagsdagur af fjórum er í september og er hann sameiginlegur í öllum skólum Garðabæjar. Skóladagatal er komið inn á heimasíðu leikskólans og gott að kynna sér hvenær skipulagsdagarnir verða í vetur.

Við minnum foreldra á að starfsmönnum er raðað á deildar í samræmi við vistunartíma barna og bendum á mikilvægi þess að foreldrar virði þann vistunartíma sem keyptur er.

Markvisst vetrarstarf hefst um miðjan september og boðið verður upp á foreldasamtöl á öllum deildum í september – október. Skráningarblöð fyrir samtölin verða hengd upp við deildar þegar þar að kemur og samtölin verða í húsinu á lóð (Vinaholti). Í foreldrasamtölum á haustönn er meðal annars farið yfir vetrarstarf deildarinnar. Vakin er athygli á því að ávallt er hægt að óska eftir samtali við deildarstjóra og/eða leikskólastjóra. Gott foreldarsamstarf er okkur mikilvægt þannig að ef einhver er áhugasamur að bætast í stjórn foreldrafélags eða foreldraráð má hafa samband við leikskólastjóra.

Hér eru svo yfirlit yfir nokkra viðburði sem eru á döfinni í september:

Vikan 7. – 10. september. Foreldrasamtöl á Nónholti / Parent teacher talk Nónholt.

Þriðjudagur 8. sept. Dagur læsis

Vikan 14. - 17. september. Foreldrasamtöl á Móholti / Parent teacher talk Móholt.

Miðvikudagur 16. september – skipulagsdagur og leikskólinn lokaður/ teachers planning day and the school is closed.

Föstudagur 18. september – söngsalur þar sem allir syngja saman í salnum. Þóranna sér um söngsal / Children sing toghether.

Vikan 21. sept – 24. sept. Foreldrasamtöl á Hnoðraholti / Parent teacher talk Hnoðraholt.

Vikan 28. – 30. sept. Foreldrasamtöl á Hraunholti / Parent teacher talk Hraunholt

Föstudagur 25. september – Leikfangadagur – börnin mega koma með leikfang að heiman / toy day, children can bring að small toy from home to school.

Vinsamlegast lokið ávallt hliðunum í garðinn þegar gengið er um þau, hvort heldur að morgni eða í lok dags. Hliðin standa mikið opin og við viljum, öryggis barna vegna að þau séu ávallt lokuð.

© 2016 - 2021 Karellen