news

Fréttabréf fyrir október

06. 10. 2021

Nú styttist í að vetur konungur heilsi en fyrsti vetrardagur er 23. október og heldur betur kominn tími til að koma með vetrarfatnaðinn í leikskólann. Nauðsynlegt er þegar fer að kólna að börnin hafi hlý föt meðferðis fyrir útiveru. Hlífðarföt, vettlingapör, hlý húfa, ullarsokkar og þykk peysa þurfa að vera í leikskólanum og auðvitað allt vel merkt svo það skili sér á réttan stað.

Markvisst vetrarstarf er komið í gang og foreldrasamtöl á öllum deildum meðal annars nýtt til að kynna áherslur á deildum. Þemað okkar í vetur er „Ég sjálfur og umhverfið“ en það tengist inn í vettvangsferðir, söng, sögur, myndlist og fleira. Foreldrar eru hvattir til að spjalla um verkefni leikskólans heima og hvetja börnin til að segja frá. Byrjað er að nota rými á Vinaholti, húsi á lóð, fyrir starf með börnum, myndlist og leiki og deildarnar skiptast á að fara þangað. Enn eru ný börn að byrja í leikskólanum og í október bætist eitt barn í hópinn á Hraunholti. Anna Lovísa er nýr starfsmaður í afleysingum og Natalía er nýr starfsmaður í eldhúsi. Aftur er eldaður hádegismatur í leikskólanum í stað þess að panta skólamat.

Starfsáætlun leikskólans verður tilbúin um miðjan október og verður sett inn á heimasíðu leikskólans www.baejarbol.is

Rafrænn aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn í lok september en upplýsingar um fulltrúa, og fundargerðir funda má finna á heimasíðu leikskólans.

Á Bæjarbóli er leitast við að takmarka plastnotkun og biðjum við því alla foreldra um að koma með einhvers konar fjölnotapoka til að fara með blaut föt heim.

Ennþá er grímuskylda fyrir foreldra þar til annað kemur í ljós, við látum vita um leið ogþað breytist.

Hér kemur svo yfirlit yfir það helsta sem er á döfinni í október :

Föstud. 8. okt. Flæði – á milli deilda / open classrooms and children play where they want.

Föstud. 8.okt. Foreldrasamtöl á Hnoðraholti / teacher parent talk in Hnoðraholt

Föstudagur 15. okt. Bleikur dagur og söngsalur. Allir mæta í bleiku / pink day, fun if everybody wears something pink. Singing toghether.

Fimmtud. 21. okt. Fyrsti vetrardagur nálgast, kakó og ristað brauð í morgunmat / first day of winter, hot cocoa and toast for breakfast

Föstudagur 22. okt. Skipulags- og menntadagur og leikskólinn lokaður / teacher planning day, school closed.

Föstud. 29. okt. Búningadagur fyrir þá sem vilja í tilefni af hrekkjavöku og dansiball / costume day – halloween fun

Við minnum alla á að virða þann vistunartíma sem keyptur er og endilega láta okkur vita ef börn eru í fríi eða veik heima. Hægt er að tilkynna veikindi og leyfi í gegnum Karellen appið.

© 2016 - 2021 Karellen