Karellen
news

Fréttabréf fyrir október

10. 10. 2018

Nú er heldur betur farið að hausta og kominn tími til að huga að vetrarfatnaði fyrir börnin. Nauðsynlegt er þegar fer að kólna að börnin hafi hlý föt meðferðis og allra veðra von. Hlífðarföt, vettlingapör, hlý húfa, ullarsokkar og þykk peysa þurfa að vera í leikskólanum og auðvitað allt vel merkt.

Markvisst vetrarstarf er komið í gang og boðið verður upp á stutta kynningu á vetrarstarfinu á Hnoðraholti, Móholti og Nónholti að morgni dags. Einnig verður boðið upp á foreldrasamtöl fyrir þá sem vilja en dagsetningar fyrir þau eru ekki alveg komnar á hreint.

Þemað okkar í vetur er „Ég sjálfur og umhverfið“ og er vinnan byrjuð til dæmis í gegnum vettvangsferðir þar sem lögð er áhersla á að skoða breytingar á náttúrunni, börnin gera sjálfsmyndir og þemað tengt inn í söng og sögur. Foreldrar eru hvattir til að spjalla um verkefni leikskólans heima og hvetja börnin til að segja frá.

Starfsáætlun leikskólans verður tilbúin um miðjan október og verður sett inn á heimasíðu leikskólans www.baejarbol.is

Dagana 3.-10. október verður haldin forvarnavika í leik- og grunnskólum Garðabæjar.

Þema vikunnar er heilsueflandi samvera og slagorð hennar eru „Gaman saman“. Boðið verður upp á margvíslega viðburði í bænum sem tengjast útiveru, samveru og gleði. Undirbúningur fyrir forvarnavikuna hefur staðið yfir frá því í vor og nánari upplýsingar eru á heimasíðu Garðabæjar. Það var skemmtilegt að spjalla við börnin á elstu deildinni um hvað þau vildu helst fá að gera með foreldrum sínum þar sem þau nefndu meðal annars að leika saman á leikvelli, fara í sund, fara í ferðalag og hafa kósýkvöld.

Gott foreldrasamstarf er okkur mjög mikilvægt og við óskum eftir áhugasömu fólki til að bætast í hóp bæði foreldrafélags og foreldraráðs. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við mig eða Fríðu Bogadóttur, formann foreldrafélagsins. Hér kemur svo yfirlit yfir það helsta sem er á döfinni í október :

Miðvikudagur 3. október – Fræðslufundur fyrir foreldra í Garðabæ í Sjálandsskóla kl. 20:00

Miðvikudagur 3. október – Elstu börnin í bláa hópi er boðið á sinfóníutónleika í Hörpu. Farið með rútu kl. 8:50 frá leikskólanum.

Föstudagur 5. október – Flæði, börnin fá tækifæri til að leika sér þvert á deildar.

Miðvikudagur 10. október – foreldrakynning á Nónholti kl. 8:15-8:45

Fimmtudagur 11. október –foreldrakynning á Móholti kl. 8:15-8:45

Föstudagur 12. október - Bleikur dagur og söngsalur. Allir mæta í bleiku.

Miðvikudagur 17. október -foreldrakynning á Hnoðraholt kl. 8:15-8:45

Miðvikudagur 17. Október – Elstu börnunum í bláa hópi boðið á sögustund í Þjóðleikhúsinu.

Föstudagur 19.október – söngsalur

Fimmtudagur 25. október – leikfangadagur

Föstudagur 26. október – Skipulagsdagur – menntadagur starfsmanna og leikskólinn lokaður.

Við minnum alla á að virða þann vistunartíma sem keyptur er og endilega láta okkur vita ef börn eru í fríi eða veik heima. Hægt er að tilkynna veikindi og leyfi í gegnum Karellen appið.

© 2016 - 2024 Karellen