news

Fréttabréf fyrir febrúar

31. 01. 2019

Í þessum mánuði hefst 6 vikna dansnámskeið á Bæjarbóli og sinnir Dagný Björk danskennari kennslunni sem er í boði foreldrafélagsins. Ömmu og afakaffi verður á degi leikskólans þann 6. febrúar og boðið upp á kaffi og kleinur. Ef foreldrar eiga eitthvað verðlaust efni sem gæti nýst okkur í myndlist eða föndur þá megið þið endilega hafa okkur í huga. Tannverndarvika er 4. – 8. febrúar.

Nokkuð hefur verið um veikindi meðal barna og starfsfólks og vonandi fer sú veikindahrina að ganga yfir. Að því sögðu er mikilvægt að foreldrar virði vistunartíma barna sinna þar sem mikið álag skapast oft á tíðum ef margir sækja of seint.

Það styttist í að foreldrakönnunin skólapúlsinn verði lögð fyrir og vonandi gefa allir sér tíma til að svara könnuninni þegar hún berst. Okkur finnst mikilvægt að fá fram viðhorf foreldra og bindum vonir við góða þátttöku þegar þar að kemur.

Föstudagur 1. feb. Dagur stærðfræði - Flæði – börnin geta leikið sér um allan leikskólann og unnið verður með stærðfræðitengd viðfangsefni.

Þriðjudagur 2. Feb.Elstu börnin fara í FG að sjá trúðasýningu kl. 14:00

Miðvikudagur. 6. febDagur leikskólans er 6. febrúar en tilgangur hans er að beina sjónum að kraftmiklu og metnaðarfullu starfi leikskóla. Á Bæjarbóli verður ömmu og afakaffi á milli kl. 15:00 og 16:00. Ef ömmur og/eða afar komast ekki má endilega bjóða staðgengli í kaffið. / Coffee for grandparents between 15:00 and 16:00.

Föstudagur. 8.feb. Söngsalur, börnin koma saman á sal og við syngjum saman. Sérstaklega er sungið fyrir afmælisbörn vikunnar.

Föstud. 15. feb. Fyrsti danstíminn eftir hádegi á öllum deildum / first dance lesson.

Föstud. 22. feb.Annar danstíminn, allir hópar fyrir hádegi, yngstu byrja kl. 9:30. Leikfangadagur líka þennan dag.

Mánud. 25 .feb.Haldið upp á konudag sem er sunnudaginn 24.feb.

© 2016 - 2020 Karellen