Karellen
news

Fréttabréf fyrir apríl

09. 04. 2021

Vonandi höfðu allir það gott í páskafríinu þrátt fyrir alls konar takmarkanir í samfélaginu vegna Covid.

Í apríl - maí er stefnt að því að ljúka þeim foreldrasamtölum sem eftir eru en deildarstjórar munu upplýsa um það. Þau verða að öllum líkindum rafræn. Enn eru foreldrar beðnir um að takmarka komu sína inn í leikskólann. Starfsfólkið má nú vera í 20 manna hópum og vel passað upp á sóttvarnir að vanda.

Stjórnendur Bæjarbóls eru að vinna að því að taka saman sumarleyfi barna og starfsmanna og ráða sumarstarfsfólk. Í kjölfarið verður starfið í sumar skipulagt ásamt röðun á deildar og aðlögun nýrra barna fyrir næsta skólaár. Segja þarf upp leikskólaplássi fyrir þau börn sem hætta í sumar inn í þjónustugátt Garðabæjar, uppsagnarfresturinn er einn mánuðir. Umsóknareyðublað um breytingu á vistunartíma er einnig kominn inn í þjónustugáttina og hægt að óska eftir breytingum þar rafrænt.

Illa hefur gengið að lagfæra Karellen eftir uppfærsluna og skilaboðin eru enn i einhverjum lamasessi. Besta leiðin til að koma skilaboðum á framfæri er því að hringja eða senda tölvupóst. Helstu niðurstöður úr skólapúlsinum foreldrakönnun eru aðgengilegar á heimasíðu leikskólans og kunnum við ykkur bestu þakkir fyrir að taka þátt. Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við deildarstjóra/leikskólastjóra ef það er eitthvað sem þeir vilja ræða.

Öll börn leikskólans eru um þessar mundir að vinna að því að rækta sumarblóm, skreyta blómapotta, setja niður fræ, vökva þau og fylgjast með þeim vaxa. Með vorinu fylgjumst við einnig með náttúrunni lifna við í gönguferðum og útiveru.

Föstud. 9. apríl Blár dagur/blue day. Í tilefni af vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL sem er nú haldið í sjötta sinn, eru börn og fullorðnir hvattir til að klæðast bláu.

Föstud. 16. apríl Söngsalur /singing together.

Fimmtud. 22. apríl Sumardagurinn fyrsti - LOKAÐ / first day of summer, preschool is closed.

Föstud. 23. aprílSöngsalur/ singing together.

Föstudagur 30.apríl Leikfangadagur / toy day.

© 2016 - 2024 Karellen