Karellen
news

Fréttabréf fyrir apríl

01. 04. 2019

Í apríl verða árleg foreldrasamtöl á öllum deildum og vonandi allir búnir að skrá sig á tíma. Ef tímarnir sem boðið er upp á henta ekki er um að gera að ræða það við deildarstjóra. Öll börn eru að vinna að því að rækta sumarblóm, skreyttu blómapott, settu niður fræ, vökva þau og fylgjast nú með þeim vaxa. Með vorinu fylgjumst við einnig með náttúrunni lifna við í gönguferðum og útiveru.

Starfsfólkið fær skyndihjálparnámskeið í byrjun apríl og er það gert á tveggja ára fresti. Mikilvægt er að starfsfólkið rifji upp rétt viðbrögð við bráðum veikindum eða slysum sem kunna að henda í starfinu.

Við þökkum þeim sem gáfu sér tíma til að taka þátt í skólapúlsinum foreldrakönnun og þið fáið upplýsingar um niðurstöður þegar þær berast.

Stjórnendur Bæjarbóls eru að vinna að því þessa dagana að taka saman sumarleyfi barna og starfsmanna, ráða sumarstarfsfólk og í kjölfarið skipuleggja starfið í sumar og röðun barna á deildar næsta vetur.

Annars vonum við að vorið verði okkur ljúft og að allir hafa það gott í páskafríinu sem er heldur seint þetta árið.

1. apríl – 4. apríl Foreldrasamtöl á Móholti og Nónholti/ parents meeting.

þriðjudagur 2. aprílBlár dagur/blue day. Í tilefni af vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL sem er nú haldið í sjötta sinn, eru börn og fullorðnir hvattir til að klæðast bláu þriðjudaginn 2. apríl til að sýna einhverfum stuðning og samtöðu.

Föstud. 5. apríl Flæði á milli deilda – börnin geta flakkað á milli deilda og leikið sér.

8. apríl - 11. apríl Foreldrasamtöl á Hraunholti og Hnoðraholti /parents meeting

Föstud. 12. apríl Söngsalur/ singing together

Fimmtud. 18. apríl Skírdagur - leikskólinn lokaður / closed for easter brake

Föstud. 19. apríl Föstudagurinn langi - leikskólinn lokaður / closed for easter brake

Mánudagur 22.apríl Annar í páskum - leikskólinn lokaður / closed for easter brake.

Fimmtud. 25.apríl Sumardagurinn fyrsti – leikskólinn lokaður/ first day of summer, school is closed.

Föstudagur 26.apríl Leikfangadagur og söngsalur / toy day and singing toghether.

© 2016 - 2024 Karellen