Karellen
news

Fréttabréf fyrir apríl

31. 03. 2018

Við vonum að allir njóti þess að vera í páskafríi en strax eftir páska verða foreldrasamtöl á öllum deildum. Foreldrar þurfa að skrá sig á viðtalstíma. Ef foreldri kemst ekki á skráðum tíma þarf að hafa samband við deildarstjóra. Blái dagurinn verður á föstudaginn og svo verða listadagar barna og ungmenna í Garðabæ í lok mánaðarins en þema þeirra er sköpunargleði. Nú fer formlegu vetrarstarfi að ljúka og vorverkin taka við. Vonandi getum við notið þess að vera mikið úti og að vorið verði okkur ljúft.

Miðvikud. 4. apríl og

fimmtudagur 5.aprílForeldraviðtöl á Móholti og Hnoðraholti.

Föstudagur 6. aprílFlæði og blár dagur/blue day. föstudaginn 6. apríl 2018 verður BLÁI DAGURINN haldinn hátíðlegur víða um land. Átakið miðar að því að fræða og upplýsa almenning um einhverfu. Við mætum því öll í bláu þennan dag.

Sama dag verður ömmu og afakaffi á milli kl.15 og 16/ grandma and grandpa welcome to visit and have some coffee with us in the preschool.

Mánud. 9. apríl Foreldraviðtöl á Nónholti.

Þriðjudagur. 10. aprílForeldraviðtöl á Hraunholti.

Miðvikud. 11. apríl Foreldraviðtöl á Nónholti og Hraunholti.

Fimmtud. 12. apríl Foreldraviðtöl á Vinaholti.

Föstud. 13. aprílSöngsalur/ singing together

Mánud. 16.- föstud. 20. apríl - Sköpunarvika í sal í tengslum við listadaga barna og ungmenna í Garðabæ.

Fimmtud. 19.aprílSumardagurinn fyrsti og leikskólinn lokaður/first day of summer and school closed. Setning listadaga barna og ungmenna.

Föstud. 20.aprílSöngsalur/singing together.

Mánud. 23.- föstudags 27. apríl – Listadagar barna og ungmenna í Garðabæ. Nánari dagskrá auglýst síðar.

Föstudagur 27.apríl Opið hús kl.15-16:30.

Allir aðstandendur velkomnir að skoða verk barnanna og njóta samveru í leikskólanum/open house for the childrens family at 15-16:30.

© 2016 - 2024 Karellen