news

Forvarnarvika í Garðabæ

18. 10. 2021

13. - 20. október stendur yfir forvarnarvika í Garðabæ með yfirskriftinni "Virðing og velferð". Í leikskólanum er lögð áhersla á að öllum líði vel og fjallað um tilfinningar, vináttu og öryggi.

Börnin á Móholti, Nónholti og elstu börnin á Hnoðraholti horfðu í síðustu viku á þrjú myndbönd með þeim Gunna og Felix þar sem þeir fara af sinni alkunnu snilld yfir það hvað felst í að vera góður vinur og hvernig maður þarf að temja sér umburðarlyndi í samskiptum við aðra.

© 2016 - 2021 Karellen