Karellen
news

Flæði og tannvernd

07. 02. 2020

í dag var flæði í leikskólanum og börnin gátu flakkað á milli deilda og leikið sér um allan skólann. Þar sem dagur stærðfræðinnar var í gær og tannverndarvikunni að ljúka voru bæði stærðfræðitengd verkefni í boði í flæði sem og ýmislegt sem tengdist tannvernd. Helstu leikefni sem voru í boði á öllum deildum voru leir, litamyndir með formun og tönnum, fjölbreyttir kubbaleikir, skuggleikir með form og skjávarpa, kúlubraut og segulkubbar.

Börnunum finnst ekki síst gaman að fara á milli deilda, skoða leikföngin þar, hitta vini og systkini. Flæðið var vel heppnað í alla staði og börnin verða meðvitaðri um leikskólann sinn, kynnast honum á annan hátt og hitta bæði börn og starfsfólk þvert á deildar.

Fríða Bogadóttir tannlæknir og móðir barns á Móholti kom svo til okkar í heimsókn. Hún fræddi börnin um hvað gerist í heimsókn hjá tannlækninum, sýndi þeim myndbönd þar sem kom fram hvernig á að hugsa um tennurnar og gaf öllum börnunum tannbursta og tannkrem í gjöf. Það var frábært að fá hana Fríðu til aðstoðar í tannverndarvikunni með fræðsluna og börnin öll til fyrirmyndar í salnum. Í lok heimsóknarinnar var sungið um tennurnar og sungið fyrir afmælisbörn vikunnar.


© 2016 - 2024 Karellen