news

Flæði og búningadagur

01. 11. 2019

Frábær dagur þegar börnin mættu í búningum og flæddu um allan leikskólann. Í flæðinu fá börnin tækifæri til að fara á milli deilda, venjast því að prófa það, sum eru ekki mikið fyrir að breyta til en önnur eru mjög tilbúin að prófa að leika sér á nýjum stöðum. Í flæðinu voru verkefni, t.d. klipp og lím, litir og svo fullt af leikföngum í boði. Það var ánægjulegt að sjá hve börnin voru ótrúlega umhyggjusöm við þessi yngstu, leiddu þau og hjálpuðu og mikil ró yfir flæðinu. Andlitsmálun var í boði á Hraunholti sem var mjög vinsæl. Mjög vel heppnaður dagur.


© 2016 - 2020 Karellen