Karellen
news

Elstu börnin og ferðir haustsins

07. 11. 2018

Elstu börnin á Bæjarbóli eru heldur betur búin að vera á faraldsfæti á þessu hausti. í byrjun október fóru þau í Hörpu á sinfóníutónleika, um miðjan október fóru þau á sögustund í Þjóðleikhúsinu og í lok október á Hvalasafnið. í seinni ferðunum tveimur tóku börnin strætó og var það í sjálfu sér heilmikið ævintýri. í þjóðleikhúsinu fengu börnin að fylgjast með Bernd Ogrodnik og brúðunum hans en leikhúsið leggur sérstaka áherslu á að bjóða leikskólabörnunum upp á að kynnast leikhúsinu.

Í hvalasafninu var heilmargt að sjá og börnin komu uppfull að fróðleik til baka. Í kjölfarið hafa þau unnið verkefni í myndlist, útbúið sinn eigin hval og farið yfir veggspjald með nöfnum og myndum af hvölunum. Mjög skemmtileg vinna.

Fyrst þarf að sníða hvalinn til og klippa út í rétta stærð og lögun

Síðan eru þeir heftaðir saman og fylltir með pappírskurli.

Að lokum eru hvalirnir málaðir í fallega dökkbláum lit.

© 2016 - 2024 Karellen