Elstu börnin á sinfóníutónleikum

10. 10. 2018

Á hverjum vetri er elstu börnum í leikskólum boðið á tónleika sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Elstu börnin á Nónholti fóru núna í byrjun október og fengu að hlýða á fagra tóna hljómsveitarinnar.

Verkið sem þeim var boðið á heitir "Drekinn innra með mér" og á heimasíðu sinfóníuhljómsveitarinnar stendur :

Drekinn innra með mér eru tónleikar þar sem unnið er með tilfinningar; hvernig við lærum að þekkja þær og skilja og hvernig getum við brugðist við þeim. Þórunn Arna Kristjánsdóttir, sögumaður, bregður sér í hlutverk litlu stúlkunnar sem kemst að því að það býr dreki innra með henni. Hann er oftast ljúfur sem lamb, fagurgrænn og glansandi en drekinn á það til að skipta skapi á augabragði og fuðra upp í reiði. Þá verður hann eldrauður á litinn. Sinfóníuhljómsveit Íslands bregður sér í gervi drekans og dansarar frá Listdanskóla Íslands túlka tilfinningar drekans en þar leika litir stórt hlutverk.

Það er alltaf gaman að fara i rútu og reynsla út af fyrir sig.

Börnin voru til fyrirmyndar í ferðinni.

Harpa er stórt og fallegt hús og það getur verið erfitt að ganga allar þessar tröppur.

© 2016 - 2019 Karellen