Karellen
news

Eldgos á Nónholti

02. 04. 2020

Í dag voru börnin á Nónholti að gera tilraunir með eldfjöll. Þau bjuggu fyrst til eldfjöll úr leikdeigi, sem voru þurrkuð og máluð. Aðalmálið var svo að láta fjöllin gjósa. Til þess þurfti að setja nokkrar skeiðar af matarsóda ofan í fjallið, smá matarlit að eigin vali og loks hella ediki beint ofan í gíginn. Við þetta gusu eldfjöllin með glæsibrag og vöktu kátínu meðal barnanna.

© 2016 - 2024 Karellen