news

Dagur leikskólans - ömmu og afakaffi

06. 02. 2020

Á degi leikskólans þann 6. febrúar buðu börnin ömmum og öfum í kaffi og kleinu. Tilgangurinn með degi leikskólans er að vekja athygli á kraftmiklu og metnaðarfullu starfi leikskóla. Það var gaman að fylgjast með börnunum sína gestunum leikskólann sinn, verkefni, listaverk og vini. Gestirnir voru jafnvel leiddir um allan skólann og það ríkti góður andi um gangana.


© 2016 - 2020 Karellen