Karellen
news

Dagur leikskólans - ömmu og afakaffi

11. 02. 2019

Á degi leikskólans buðu börnin ömmum og öfum í kaffi og kleinur. Það var virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir gáfu sér tíma til að heimsækja leikskóla barnabarna sinna. Fyrir heimsóknina var meðal annars búið að vinna verkefni sem tengdust deginum, spjalla um ömmur og afa og hvað börnin gera með þeim. Þegar gestina bar að garði tóku börnin meðal annars lagið inni á deildum, sýndu gestum leikskólann sinn og léku við þá. Gaman var að sjá hversu margir þekktust innan ömmu og afahópsins og urðu nokkrir fagnaðarfundir. Í dag er mikilvægt að bjóða upp á slíka heimsóknardaga þar sem allir eru meira hólfaðir niður en áður var, fólk er upptekið í vinnu, börnin á einum stað, foreldrar, ömmur og afar á öðrum yfir daginn. Mikilvægt er að kynna það kraftmikla starf sem fer fram í leikskólanum og börnin hafa gaman af því að taka á móti gestum.

© 2016 - 2024 Karellen