Karellen
news

Dagur íslenskrar tungu

16. 11. 2018

Eins og flestir skólar á landinu þá gerðum við okkur dagamun á degi íslenskrar tungu þar sem var ýmislegt um að vera. Leikskólinn átti jafnframt afmæli deginum á undan og ákveðið að sameina þessa tvo viðburði. Ákveðið var að hafa náttfatadag þar sem börnin mættu í náttfötum með bangsann sinn í leikskólann. Söngsalur var tileinkaður degi íslenskrar tungu, börnin fluttu ljóð og sungu saman t.d. "Á íslensku má alltaf finna svar" og "Buxur, vesti, brók og skó". Börn á yngri deildum héldu svo saman ball í salnum og börnin á eldri deildum þar á eftir. Mikil gleði og gaman.

Íslands minni

  • Þið þekkið fold með blíðri brá
  • og bláum tindi fjalla
  • og svanahljómi, silungsá
  • og sælu blómi valla
  • og bröttum fossi, björtum sjá
  • og breiðum jökulskalla –
  • drjúpi’ hana blessun drottins á
  • um daga heimsins alla.

Jónas Hallgrímsson


© 2016 - 2024 Karellen