news

Bleik gleði á föstudegi

11. 10. 2019

í dag var bleikur dagur hjá okkur á Bæjarbóli og bæði börn og starfsfólk mættu vel bleik í dag. Í vikunni var búið að vinna með bleika litinn t.d. í myndlist og leir. Einnig var söngsalur og sungið um litina og laufblöðin. Þóranna stýrði söngsalnum með glæsibrag. Þóranna verður með sögur og söng í Bókasafni Garðabæjar laugardaginn 2. nóvember frá kl.13 - 14. Virkilega skemmtilegt fyrir fjölskyldur að fara og sjá hana þar.


© 2016 - 2020 Karellen