Karellen
news

Barnamenningarhátíð í Garðabæ

03. 05. 2021

Sýningin Kílómeter upp í himininn var opnuð með viðhöfn á Bókasafni Garðabæjar í morgun en hún er liður í Barnamenningarhátíð í Garðabæ sem stendur yfir 4.-7.maí.

Elstu nemendur leikskólanna Krakkakots og Bæjarbóls unnu ljóð um fugla á spunasmiðjum á bókasafninu með Höllu Margréti Jóhannesdóttur leikara og ljóðskáldi. Börnin myndskreyttu svo ljóð sín í skólanum. Gunnar Einarsson bæjarstjóri opnaði sýninguna með börnunum og Gunnar Helgason rithöfundur las úr væntanlegri nýrri bók sinni. Eins sungu börnin nokkur lög. Endilega kíkið á sýningu barnanna.

Sjá má fréttir inn á fésbókarsíðu Bókasafnsins í Garðabæ

https://www.facebook.com/bokasafngb

© 2016 - 2024 Karellen