news

Baráttudagur gegn einelti

08. 11. 2019

8. nóvember er baráttudagur gegn einelti og tilgangur hans að minna okkur á hversu mikilvægt er að uppræta einelti, ekki aðeins úr lífi barna heldur okkar allra, á öllum æviskeiðum.

Leikskólinn Bæjarból vinnur með námsefnið Vinátta sem er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla og dagforeldrum. Hugmyndafræði verkefnisins endurspeglast í fjórum gildum:

Umburðarlyndi

Virðing

Umhyggja

Hugrekki

Á baráttudeginum var söngsalur tileinkaður vináttu, sungið var um vináttuna, Blær bangsi var með og öll börnin með sína bangsa. Einnig var unnið með spjöld á deildum og börnin fóru heim með blað til að lita og ræða með foreldrum sínum.

© 2016 - 2020 Karellen