news

Alda kveður Bæjarból

03. 05. 2019

Alda Kolbrún Helgadóttir leikskólakennari hefur starfað hjá Garðabæ í 42 ár, lengst af á leikskólanum Bæjarbóli þar sem hún lætur nú af störfum vegna aldurs. Alda er leikskólakennari sem haldið hefur í starfsgleðina og ósjaldan er hún með gítarinn sinn í hönd syngjandi með börnunum. Hún er einstaklega lagin við að segja börnunum sögur og kenna þeim gömul og klassísk sönglög með fallegum texta. Við þökkum Öldu fyrir samstarfið á Bæjarbóli og treystum á að hún á muni heimsækja okkur reglulega. Hver veit nema hægt verði að plata hana til að taka lagið með börnunum við ýmis tækifæri.

© 2016 - 2020 Karellen