news

Afmæli leikskólans og dagur íslenskrar tungu

15. 11. 2019

Í dag var haldið upp á bæði 43 ára afmæli Bæjarbóls og dag íslenskrar tungu sem ber upp á 16.nóvember. Söngsalur var tileinkaður þessum viðburðum. Þóranna stýrði salnum af sinni alkunnu snilld þar sem börnin fluttu meðal annars textann eftir Jónas Hallgrímsson "Buxur, vesti, brók og skó, bætta sokka nýta, húfutetur, hálsklút þó, háleistana hvíta" sem börnin voru búin að vera að æfa.

Börnin frá öllum deildum sungu lög fyrir hina og stóðu sig mjög vel. Gaman að sjá hvað yngri börnin eru farin að taka mikinn þátt, átta sig á hvernig söngsalur fer fram og syngja með.

Börnin á Móholti sungu lagið um Pálínu með Prikið.

Börnin á Hraunholti sungu afmælislagið fyrir Bæjarból

Börnin á Nónholti sungu Bæjarból er skólinn minn

Börnin á Hnoðraholti sungu Krummi krunkar út.

Þóranna er oft með aðstoðarfólk í söngsalnum og að þessu sinni fékk hún til liðs við sig nokkur börn frá Nónholti og Móholti til að flytja vísuna "Hættu að gráta hringaná" en textinn er eftir Jónas Hallgrímsson.

Einnig tóku nokkur börn frá öllum deildum þátt í að vera fánaberar þegar sungið var lagið "á íslensku má alltaf finna svar" en það lag er ávallt sungið á degi íslenskrar tungu og einstaklega fallegt ljóð eftir Þórarinn Eldjárn.

í afmælishádegismat var kjúklingapíta og vöfflukaffi í síðdegishressingu.

Dagurinn var heilmikill rigningardagur þannig að boðið var upp á skemmtilega mynd um Pétur og köttinn Brand í salnum. Notalegt og gaman.

Til hamingju með daginn okkar :)

© 2016 - 2020 Karellen