news

Aðlögunartími

31. 08. 2020

þessa dagana eru mörg ný börn búin að vera aðlagast leikskólalífinu á Bæjarbóli og fleiri byrja nú um mánaðarmótin ágúst - september. Alls byrja 25 börn á Bæjarbóli þetta haustið.

Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barn og foreldra og mikilvægt að þau kynnist í sameiningu starfsemi leikskólans, starfsfólki og leikfélögum. Leikskólinn er heill heimur út af fyrir sig og fyrsta skólastigið í íslensku menntakerfi og mikilvægt er að gefa aðlögunarferlinu tíma. Meðan á aðlögun stendur gefst foreldrum tækifæri til að kynnast starfsmönnum deildarinnar og því starfi sem fram fer í leikskólanum, með því er lagður góður grunnur að ánægjulegri leikskóladvöl. Foreldrar eru mikilvægustu persónur í lífi barna og því veitir það mikið öryggi að takast á við nýjar aðstæður með foreldra sér við hlið þar sem þátttakan í leikskólastarfinu verður stigvaxandi. Nauðsynlegt er að hafa í huga þær breytingar sem leikskólabyrjun hefur í för með sér fyrir barnið þar sem það er að aðlagast nýju umhverfi, nýju fólki, nýjum börnum og læra að vera í stórum barnahópi.


© 2016 - 2021 Karellen