Karellen
news

Aðlögun á öllum deildum

21. 08. 2019

Þá fer nýtt skólaár að hefja göngu sína og börnin skila sér úr fríum og ný byrja. Í ár eru mörg ung börn að byrja og verður Hraunholt ungbarnadeildin okkar í ár. Þar verða að mestu börn sem fædd eru 2018. Á Hnoðraholti eru tveir aldurshópar, 2016 og 2017. Á Móholti eru einnig tveir aldurshópar 2015 og 2016. Nónholtið er aldurshrein fimm ára deild og þar eru öll börnin fædd 2014.

Á öllum deildum eru ný börn að byrja. Flest á Hnoðraholti og Hraunholti. Næstu vikur fara í að aðlagast nýjum deildum, nýju starfsfólki og nýjum börnum.

Annars byrjar haustið bara vel, verið að klára mönnun og bjartsýn á að það klárist núna í september. Nokkuð er um hlutastörf þar sem margir starfsmenn sinna námi með vinnu. Þrír starfsmenn stefna á að fara í meistarnám í leikskólakennarafræðum, tveir eru í sálfræðinámi, einn í félagsráðgjöf, einn í íslensku námi og tveir í annars konar námi með starfi.

Búið er að stúka af svæði fyrir framan húsið sem er hugsað sem aðstaða fyrir allra yngstu börnin til að fara út í ró og næði að leika. Þau yngstu eru rétt um 12 mánaða og lítil reynsla komin á að hafa svona ung börn í leikskólanum.

© 2016 - 2024 Karellen