Karellen
news

Aðlögun

24. 08. 2018

Aðlögun nýrra barna er í fullum gangi. Öll börnin sem voru að fara frá okkur í aðra skóla eru hætt og ný börn koma inn í staðinn. Við þökkum kærlega fyrir allar hlýju kveðjurnar frá foreldrum þeirra barna sem voru að kveðja. Það er ómetanlegt að fá að heyra frá ykkur foreldrum að börnunum hafi liðið vel í leikskólanum og að þau muni sakna hans. Við munum sakna þeirra.

Aðlögun barna á Bæjarbóli er tvíþætt, annars vegar eru ný börn að koma í leikskólann og hins vegar eru börn að færast á milli deilda. Tilfærsla á milli deilda hefur gengið mjög vel og börnin flest spennt að fara á nýja deild með vinum sínum. Á Hnoðraholti og Hraunholti hafa byrjað samtals 16 ný börn undanfarnar tvær vikur og 3 ný börn eru komin á eldri deildar. Áætlað er að 7 börn til viðbótar hefji aðlögun á Hraunholti á næstu vikum. Aðlögun hefur gengið vel en þetta er alltaf dálítið erfiður tími í leikskólanum og alltaf gott þegar börnin verða smám saman vanari nýjum aðstæðum.


Við hlökkum til að takast á við veturinn, vel hefur gengið að ráða í lausar stöður fyrir utan deildarstjóra stöðu sem enn er auglýst á Móholti. Nýtt starfsfólk er smám saman að bætast í hópinn og aðrir að klára sumarleyfin sín.


© 2016 - 2024 Karellen