Vikupóstur 21. september

21. 09. 2018

Vikan hefur gengið vel.

Söngur og lestur eru ávallt á sínum stað í dagskipulaginu, Þóranna sá um söngsalinn í dag, sungið var um ugluna, fyrir afmælisbörnin og fleira. Söngsalur er ávallt byggður upp á sama hátt, börnin byrja á því að syngja lagið „Góðan daginn“ og enda á að syngja kveðjulag fyrir hverja deild.

Börnin voru að mála í morgun í myndlist og verið að spjalla um haustið og breytingarnar í náttúrunni.

Við höfum notið þess að vera nokkuð mikið úti en nú er heldur betur farið að kólna í veðri og kominn tími til að draga fram kuldagallana, hlýjar húfur, vettlinga og vetrarskó. Mikil áhersla er lögð á að börnin æfi sig hvað varðar sjálfshjálp í tengslum við útiveru, klæði sig úr og í því sem þau geta, setji skóna sína á sinn stað í skógrind og svo framvegis.

Við höfum verið að lenda í vandræðum með skráningar í karellen, kerfið eitthvað að stríða okkur með skráningar á svefni og hvernig börnin borða þannig að við þurfum að láta skoða það hjá okkur. Á meðan er eingöngu skráð á blaðið í fataherbergi.


© 2016 - 2019 Karellen