news

Vikupóstur 14. feb.

18. 02. 2020

Vikan er búin að vera mjög fjölbreytt, en hún byrjaði á miklum kuldadegi og vindi og endaði á rauðri viðvörun. Dagarnir á milli voru þó vel nýttir til ýmissa starfa, við fórum meðal annars út nánast 2 sinnum á hverjum degi, fórum í æfingar hjá henni Kötlu og í frjálsan leik í salnum, föndruðum kisu, bleik hjörtu og verkefni tengd tannvernarvikunni. Við fórum einnig í lesmál þar sem við lásum bækur tengdar leikskólum - skólum og hvernig það er að byrja í nýjum skóla. Við æfðum einnig nokkur ný lög, fórum í hópastarf og margt annað skemmtilegt.Hann Jón Bragi hætti hjá okkur á miðvikudaginn, en hann og fjölskylda hans héldu af stað á vit nýrra ævintýra í nýju landi. Að því tilefni héldum við smá danspartý og kvöddum hann með stæl.

Næstkomandi föstudag er skipulagsdagur hjá okkur hér á Bæjarbóli en þá er enginn leikskóli hjá nemendum en starfsfólk mætir, fara á fyrirlestra, fundi og annað sem tilheyrir skipulagningu starfsins.

© 2016 - 2021 Karellen