Vikupóstur 11. október

11. 10. 2018

Á deildinni hafa orðið starfsmannabreytingar, Heiða færði sig yfir á aðra deild en Vala mun í staðinn sinna sérkennslu og málörvun. Eldey er nýr starfsmaður sem var að byrja hjá okkur í síðustu viku.

Deildaráætlunin er:

Við erum búnar að skipuleggja 3 hópa til að fara í göngutúr og hreyfingu (fiðrildahópur, fuglahópur og fiskahópur)

Í hópastarfi skiptum við starfsmenn okkur á milli borðanna sem börnin sitja við í matmálstímum (melónaborð, peruborð og bananaborð)

í þessari viku erum við að æfa að syngja, “Kalli litli kónguló„ fyrir söngsal á föstudaginn en þá syngja börnin fyrir allar hinar deildarnar.

Föstudagur verður bleikur dagur og gaman ef allir geta mætt í einhverju bleiku.

Í hreyfingu gengur vel, en ég þarf að minna ykkur á að leyfa börnunum að vera klæddi í sokka í staðinn fyrir sokkabuxur á þriðjudögum. Það er betra fyrir þau þegar eru að gera æfingar að vera berfætt og minnkar líkur á að þau renni og meiði sig.

Munið eftir að koma með auka föt (vettlinga, buxur osv.frv.) og merkja með nafni barnsins, það hefur rignt mikið og sumir eru fljótir að bleyta vettingana sína, þá er fínt að hafa auka í staðinn.

Í næstu viku verður kynningafundur, athugið að dagsetningin breyttist frá því í fréttabréfinu en hann verður föstudaginn 19. október, kl.8.15. Kynningarfundurinn verður stuttur og farið yfir daglegt skipulag á deildinni.

Einnig verður í boði að skrá sig í foreldraviðtal í nóvember fyrir þá sem vilja það.

Endilega látið mig vita hvenær myndi henta ykkur.

Netfangið mitt er:

mariaes@leikskolarnir.is


© 2016 - 2019 Karellen