news

Vikupóstur 11. október

11. 10. 2019

Í þessari viku erum við búin að bralla ýmislegt. Við erum búin að föndra fyrir bleika daginn, fara í hópastarf, út að leika, í heimiliskrók og í salinn.

Hreyfingin var á sínum stað á þriðjudaginn hjá henni Kötlu.

Í dag, föstudag, var bleikur dagur hjá okkur hér á Bæjarbóli. Það var ofboðslega gaman að sjá alla taka þátt með okkur á þessum degi.

Í söngsal sungum við lagið Af minn og amma mín þar sem Hafsteinn var kynnir og gekk söngurinn mjög vel.

Við viljum minna á að merkja allan fatnað hjá börnunum og hafa auka föt í körfunum.

© 2016 - 2020 Karellen