Fréttir fyrir haustið

09. 08. 2018

Kæru foreldrar á Hnoðraholti

Hérna koma nokkrar fréttir frá deildinni sem hefur verið lokuð frá því í lok júní. Þar er búið að endurnýja baðherbergið sem er orðið mjög fínt, aðeins á eftir að klára frágang á rennihurð. Einnig er verið að tengja netið út í Vinaholt og þurfti því að bora gat á vegginn á Hnoðraholti og rafvirkinn að klára það mál.

María deildarstjórinn okkar er því miður í veikindaleyfi út ágúst mánuð og kemur vonandi hress og kát í byrjun september. Þetta setur smá strik í reikninginn hjá okkur en við munum leysa það verkefni eins og annað. Íris sérkennslustjóri verður mikið á deildinni til aðstoðar og Alma Diljá sem er búin að vera hjá okkur síðustu þrjú sumur verður starfsmaður deildarinnar í vetur. Inga Katrín er að fara í nám en mun koma í lok dags að minnsta kosti þrisvar í viku í 20% starfi og erum við alsæl með að fá að hafa hana aðeins áfram. Fabý er einnig í leyfi út ágúst og mun Sofia því vera einnig þar til aðstoðar þar til Fabý kemur. Heiða Björk Norðfjörð er einnig nýr starfsmaður sem hefur störf í lok ágúst en hún mun sjá um málörvun og stuðning á deildinni. Heiða er einkaþjálfari að mennt og hefur gefið út nokkrar barnabækur. Á Hnoðraholti verða 21 barn í vetur og fær deildin nýja stofu til afnota sem er gamla undirbúningsherbergi kennara. Þar er rúmgóð og björt stofa. Fjögur ný börn munu byrja í aðlögun á mánudaginn, 13.ágúst.

© 2016 - 2019 Karellen