Vikupóstur 10.september 2018

11. 09. 2018

Sæl verið þið kæru foreldrar

Aðlögun hjá okkur á Hraunholti gengur mjög vel og flest börnin eru orðin þokkalega örugg hjá okkur. Við byrjuðum því að fylgja formlegu dagskipulagi í morgun. Hreyfing byrjaði í morgun og það er hún Katla íþróttakennari sem sér um þær stundir. Í þessari viku ætlum við að lesa bækurnar um Mímí og tala um leikskólann okkar. Í listakrók mála börnin gulan hring og auk þess er teiknivika, sem þýðir að þau fá að æfa sig að teikna bæði á morgnana og í fínhreyfistund eftir hvíld.

Hér á eftir koma nokkur praktísk atriði sem ég vil minna á :)

- ef þið viljið ná morgunmat, þá þarf barnið að vera komið fyrir korter í 9.

- biðjum ykkur um að hengja upp útifötin úr töskunum á mánudagsmorgnum og helst taka töskuna með ykkur heim.

- útifötin fara síðan heim á föstudögum. Pollagallar hanga frammi í anddyri stundum á ofninum þar, skór eru á skógrindunum, svo geta verið vettlingar/húfur inni í þurrkskápnum okkar, svo ef þið finnið ekki eitthvað, þá endilega kíkið þangað.

- Bið ykkur um að vera með nóg af aukafötum í körfunni.

- Viljum helst að börnin séu í skóm sem eru ekki reimaðir.

- á mánudögum eru hreyfistundir (leikfimi) og því biðjum við um að börnin séu ekki í sokkabuxum á þeim dögum, því þau fara úr sokkunum fyrir leikfimina.

Ég mun reyna að senda ykkur póst einu sinni í viku í vetur, og segja ykkur aðeins frá því hvað var gert þá vikuna. Annars minni ég líka á upplýsingatöfluna sem hangir fyrir framan deildina, en við reynum að skrifa þar á hverjum degi það helsta sem gerðist yfir daginn.

Minni einnig á Karellen appið, ef einhver er ekki kominn með það í símann. Við munum nota það mikið, bæði fyrir samskipti og til að senda ykkur myndir af börnunum.

Þið megið svo vera óhrædd við að spyrja og/eða spjalla við okkur ef það er eitthvað :)

Takk í bili

Ragnheiður (oftast kölluð Heiða)


© 2016 - 2019 Karellen