news

Vikupóstur 9. maí

14. 05. 2019

Sæl verið þið foreldrar á Móholti.

Takk fyrir komuna á opna húsið, það var nú ljómandi góður dagur.

Í söngsal á morgun munu börnin ykkar syngja; Fljúga hvítu fiðrildin og Fuglinn segir bí, bí, bí.

Í síðustu viku, þessari og þeirri næstu erum við með húsdýraþema. Við tökum þrjár dýrategundir fyrir í hverri viku og erum með myndir í fataherbergi sem þið getið kíkt á. Við erum líka að syngja um dýr í söngstundum. Þetta tengist sveitaferðinni sem við förum þann 17. maí og allir eru vonandi meðvitaðir um. Skráningarlisti fyrir ferðina hangir á töflunni fyrir framan Móholt og foreldrar eru velkomnir með.

Við munum halda áfram að heimsækja vinatréð okkar til að fullkomna planið um að fylgjast með því gegnum árstíðirnar. Við höfum líka verið að fara að heimilum baranna og taka myndir af þeim þar í gönguferðunum okkar sem eru farnar á mánudögum. Við tínum líka rusl í þessum ferðum og setjum það í fötu sem við ætlum að kalla Gýpu. Ef börnin segjast hafa fengið að halda á Gýpu þá vitið þið hvað er átt við.

Nú á þessum sólríka degi er við hæfi að nefna sólarvörn. Við reiknum með að þið berið vörn á börnin þegar sól skín á morgnanna. Leikskólinn skaffar ekki sólarvörn en ef þið hafið krem í körfum barnanna í fataherbergi munum við sjá um að bera á börnin eftir hádegi, þið megið endilega láta okkur vita ef þið teljið börnin vera sérlega viðkvæm og það þurfi að bera oft á þau.

Póstar frá Móholti hafa verið frekar fáir undanfarið vegna þess hve seinlegt er að pikka með annari hendi en það mun rætast úr því á næstunni.

Myndirnar sem fylgja með í dag eru frá ferð barnanna í íþróttahúsið Ásgarð 30. apríl.

Bestu kveðjur Sigurlína.

© 2016 - 2020 Karellen